KA gerði góða ferð á Ísafjörð

Einar Rafn Eiðsson átti afar góðan leik.
Einar Rafn Eiðsson átti afar góðan leik. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA hafði betur gegn Herði, 31:27, í Olísdeild karla í handbolta á Ísafirði í kvöld. Staðan í hálfleik var 20:15, KA í vil, og var Hörður ekki líklegur til að jafna í seinni hálfleik.

Sigurinn var sá fyrsti hjá KA á leiktíðinni en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki. Hörður, sem er að spila í efstu deild í fyrsta skipti, er án stiga eftir tvo leiki.

Einar Rafn Eiðsson átti afar góðan leik fyrir KA og skoraði níu mörk og Dagur Gautason, sem er kominn aftur til KA eftir veru hjá Stjörnunni, skoraði sjö. Mikel Aristi skoraði sex fyrir Hörð, eins og Jón Ómar Gíslason.

Mörk Harðar: Mikel Aristi 6, Jón Ómar Gíslason 6, Suguru Hikawa 4, Enijs Kusners 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Daníel Adeleye 2, Noah Bardou 2, Victor Peinado 2, Ronalds Lebedevs 1, Sudario Carneiro 1.

Varin skot: Ronalds Lebedevs 9, Stefán Freyr Jónsson 3.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 9, Dagur Gautason 7, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Allan Norðberg 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Gauti Gunnarsson 2, Dagur Árni Heimisson 1.

Varin skot: Nicholas Satchwell 15, Bruno Bernat 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert