Díana fór meidd af velli

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, fór meidd af velli í síðari hálfleik þegar lið hennar Sachsen Zwickau mátti sætta sig við 24:32-tap gegn Thüringer í þýsku 1. deildinni í gærkvöld.

„Ég féll við og lenti illa á hægri hendinni og varð að fara út af og kom ekkert meira við sögu.

Ég vonast til að meiðslin séu ekki alvarleg en það skýrist betur á morgun [í dag],“ sagði Díana Dögg í samtali við Handbolta.is í gærkvöld.

Þegar hún fór af velli var Díana Dögg búin að leika afar vel, líkt og í öllum leikjum Zwickau á tímabilinu til þessa, þar sem hún var komin með þrjú mörk og sex stoðsendingar til viðbótar

mbl.is