Tvær með yfir tíu í sigri Stjörnunnar

Helena Rut Örvarsdóttir skýtur að marki Selfoss en hún setti …
Helena Rut Örvarsdóttir skýtur að marki Selfoss en hún setti tólf mörk í liði Stjörnunnar í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan vann fjögurra marka sigur á Selfossi, 26:22, í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. 

Jafnræði var á milli liðanna mest allan fyrri hálfleikinn en Selfoss leiddi snemma leiks. Stjörnukonur jöfnuðu svo metin og náðu þriggja marka forskoti er 24. mínútur voru liðnar, 10:7 en hálfleikstölur voru 12:10 Stjörnunni í vil.

Um miðjan síðari hálfleikinn jafnaði Selfoss metin í 15:15 og spenna aftur komin í leikinn. Stjörnukonur komu sér þó aftur í þægilega forystu en aftur minnkaði Selfoss muninn og var munurinn aðeins eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir, 23:22. 

Næstu þrjú mörk skoraði þó Stjarnan og vann leikinn að lokum 26:22. 

Helena Rut Örvarsdóttir átti frábæran leik í liði Stjörnunnar og setti 12 mörk. Liðsfélagi hennar Lena Margrét Valdimarsdóttir var ekki langt á eftir með tíu stykki. Þær skoruðu samtals 22 af 26 mörkum Stjörnunnar. Katla María Magnúsdóttir var markahæst í liði Selfoss með níu mörk. 

Stjarnan er enn í þriðja sæti en nú með 21 stig, einu minna en toppliðin Valur og ÍBV. Selfoss er í næstneðsta sæti með fjögur stig. 

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir - 12. Lena Margrét Valdimarsdóttir - 10. Vigdís Arna Hjartardóttir - 2. Anna Karen Hansdóttir, Stefanía Theodórsdóttir - 1. 

Varin skot: Darija Zecevic - 12.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir - 9. Arna Kristín Einarsdóttir - 4. Tinna Soffía Traustadóttir - 3.  Karlotta Óskarsdóttir,  Ásdís Þóra Ágústsdóttir - 2. Adela Eyrún Jóhannsdóttir, Rakel Guðjónsdóttir - 1. 

Varin skot: Cornelia Hermansson - 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka