Thea áfram á Hlíðarenda

Thea Imani Sturludóttir í leik með Val á dögunum.
Thea Imani Sturludóttir í leik með Val á dögunum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur komist að samkomulagi við handknattleiksdeild Vals um að leika áfram með liðinu næstu tvö tímabil, til vorsins 2025.

Thea hóf ferilinn hjá Fylki og hélt svo út í atvinnumennsku þar sem hún lék með Volda og Oppsal í Noregi og Århus í Danmörku.

Hún gekk til liðs við Val frá Århus í janúar árið 2021 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu allar götur síðan. Varð hún Íslandsmeistari með Val á dögunum.

„Thea hefur tekið leiðtogahlutaverk í liðinu og er til fyrirmyndar í hvívetna bæði innan sem utan vallar. Thea hefur einnig komið að þjálfun yngri flokka og var á forsetalista HR í sínu námi.

Það eru frábærar fréttir fyrir félagið að Thea sem er einn besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í A-landsliðinu sjái framtíð sína áfram á Hlíðarenda,“ sagði í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals.

mbl.is