Friðarhöllin stendur væntanlega ekki undir nafni

Magnús Óli Magnússon sækir að Olympiacos-mönnum í fyrri leiknum.
Magnús Óli Magnússon sækir að Olympiacos-mönnum í fyrri leiknum. mbl.is/Óttar

Karlalið Vals í handbolta getur skráð sig í sögubækurnar á laugardag er liðið mætir gríska liðinu Olympiacos í seinni leik liðanna í úrslitum Evrópubikarsins. Valur vann fyrri leikinn á Hlíðarenda, 30:26, og stendur því vel að vígi fyrir leikinn í Grikklandi.

Handbolti er ekki hátt skrifaður í Grikklandi og spilar Olympiacos, sem er risastórt félag, til að mynda heimaleiki sína jafnan fyrir framan færri en 1.000 manns. Það er hins vegar búið að færa leikinn við Val í Friðar- og vináttuhöllina í Piraeus, í nágrenni við Aþenu.

Körfuboltalið félagsins, sem er eitt það allra sterkasta í Evrópu, spilar heimaleiki sína í höllinni fyrir framan tæplega 12.000 manns þegar önnur stærstu lið Evrópu koma í heimsókn. Þá er stemningin í höllinni, sem er magnað mannvirki, stórkostleg.

Á blaðamannafundi Vals fyrir fyrri leikinn kom fram að svokallaður „ultras“-hópur stuðningsmanna Olympiacos myndi mæta á seinni úrslitaleikinn. Eru það allra hörðustu stuðningsmenn félagsins, þekktir fyrir blys, hávaða, læti og jafnvel leiðindi.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert