Ómar í essinu sínu

Ómar Ingi Magnússon skoraði tíu mörk í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon skoraði tíu mörk í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, átti stórleik fyrir Magdeburg þegar liðið styrkti stöðu sína á toppi þýsku 1. deildarinnar með stórsigri á botnliði Balingen, 43:29, í Íslendingaslag í kvöld.

Magdeburg er með tveggja stiga forskot á Füchse Berlín í öðru sæti þegar Magdeburg á eftir að spila þrjá leiki og Füchse tvo.

Ómar Ingi skoraði tíu mörk í leiknum og var markahæstur allra. Gaf hann auk þess eina stoðsendingu.

Janus Daði Smárason bætti við tveimur mörkum og sjö stoðsendingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen og gaf tvær stoðsendingar en Oddur Gretarsson var ekki í leikmannahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert