Valur frumsýnir nýja Evróputreyju

Jón Halldórsson formaður handknattleiksdeildar Vals með nýju treyjuna.
Jón Halldórsson formaður handknattleiksdeildar Vals með nýju treyjuna. mbl.is/Jóhann Ingi

Valur mætir gríska liðinu Olympiacos í seinni leik liðanna í úrslitum Evrópubikars karla í handbolta í Grikklandi annað kvöld.

Heimatreyja Vals er rauð og varatreyjan er hvít. Þar sem Olympiacos spilar í rauðu og hvítu þurftu Valsmenn nýjan treyju fyrir úrslitaleikinn.

Er hún svört, sérstaklega merkt fyrir leikinn og er hin glæsilegasta, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Valur vann fyrri leikinn 30:26.

Áhugasamir geta nálgast nýju treyjuna með því að smella hér

Treyjurnar eru merktar leiknum.
Treyjurnar eru merktar leiknum. mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert