Gægst inn í daglegt líf þátttakenda í Meistaradeildinni

Ljósmynd/Meistaradeildin í hestaíþróttum

Vegna frestunar á lokamóti Meistaradeildarinnar ætla forráðamenn hennar að bregða á leik og leyfa fólki að gægjast inn í daglegt líf hjá þeim knöpum sem taka þátt í Meistaradeildinni.

Á næstu dögum inn á Instagram-reikningi Meistaradeildarinnar munu knapar deildarinnar sýna frá degi sínum og fleiru. Fyrsta liðið er lið Hjarðartúns en knapar í liðinu eru Helga Una Björnsdóttir, Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob S. Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson.

Hægt er að heimsækja Instagram-síðu Meistaradeildarinnar með því að smella hér.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman