Telja 0,2% líkur á að Ísland vinni HM

Íslendingar fagna marki gegn Kósóvó.
Íslendingar fagna marki gegn Kósóvó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega 37% líkur eru á að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu nái því takmarki sínu að komast upp úr sínum riðli á HM í Rússlandi í sumar, ef marka má spálíkan sérfræðinga svissneska bankans UBS.

Bankinn telur ríkjandi meistara Þýskalands líklegasta til sigurs á mótinu og reiknast til að 24% séu á sigri Þjóðverja.

Aðeins eru taldar 0,2% líkur á að Heimir Hallgrímsson og hans menn verði heimsmeistarar en það eru þó hærri líkur en hjá níu öðrum þátttökuþjóðum, þar á meðal Danmörku. UBS telur 4,9% líkur á að fyrsti andstæðingur Íslands á HM, Argentína, verði heimsmeistari. Sex þjóðir eru taldar líklegri.

Ísland stendur í stað á nýjum heimslista FIFA sem kom út í gær og er í 22. sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert