Lopetegui rekinn daginn fyrir HM?

Julen Lopetegui skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við spænska …
Julen Lopetegui skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við spænska knattspyrnusambandið. AFP

Spænska knattspyrnusambandið íhugar nú að reka Julen Lopetegui, þjálfara spænska landsliðsins úr starfi, daginn áður en HM í Rússlandi hefst en það eru spænskir miðlar sem greina frá þessu í dag. Lopetegui var ráðinn knattspyrnustjóri Real Madrid í gær en hann tekur við liðinuaf Zinedine Zidane sem hætti óvænt með liðið í byrjun mánaðarins.

Lopetegui skrifaði undir nýjan samning við spænska knattspyrnusambandið á dögunum en samningurinn gildir til ársins 2020. Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins er sagður brjálaður út í þjálfarann og íhugar nú að reka hann, tveimur dögum áður en fyrsti leikur Spánverja á HM fer fram gegn Portúgal í Sochi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert