Lopetegui rekinn daginn fyrir HM?

Julen Lopetegui skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við spænska ...
Julen Lopetegui skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við spænska knattspyrnusambandið. AFP

Spænska knattspyrnusambandið íhugar nú að reka Julen Lopetegui, þjálfara spænska landsliðsins úr starfi, daginn áður en HM í Rússlandi hefst en það eru spænskir miðlar sem greina frá þessu í dag. Lopetegui var ráðinn knattspyrnustjóri Real Madrid í gær en hann tekur við liðinuaf Zinedine Zidane sem hætti óvænt með liðið í byrjun mánaðarins.

Lopetegui skrifaði undir nýjan samning við spænska knattspyrnusambandið á dögunum en samningurinn gildir til ársins 2020. Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins er sagður brjálaður út í þjálfarann og íhugar nú að reka hann, tveimur dögum áður en fyrsti leikur Spánverja á HM fer fram gegn Portúgal í Sochi.

mbl.is