Á sínu fjórða HM - Valinn bestur síðast

Lionel Messi og Sergio Agüero, tveir afar skæðir leikmenn í …
Lionel Messi og Sergio Agüero, tveir afar skæðir leikmenn í argentínska landsliðinu. AFP

Lionel Messi fyrirliði Argentínumanna hefur á morgun keppni á sínu fjórða heimsmeistaramóti þegar Argentína og Ísland eigast við í D-riðlinum á HM á Spartak vellinum í Moskvu.

Messi hefur aldrei náð að hampa heimsmeistaratitlinum en þessi magnaði leikmaður, sem af mörgum er talinn besti fótboltamaður allra tíma, heldur upp á 31 ára afmæli sitt þann 24. mánaðar.

Messi og félagar á æfingu í Bronnitsy, nærri Moskvu, í …
Messi og félagar á æfingu í Bronnitsy, nærri Moskvu, í dag. AFP

Messi var nálægt því að vinna heimsmeistaratitilinn í Brasilíu fyrir fjórum árum en Argentína tapaði fyrir Þýskalandi 1:0 í framlengdum úrslitaleik. Engu að síður var Messi valinn besti leikmaðurinn á HM. Á fyrstu tveimur heimsmeistaramótunum sem Messi tók þátt í komst hann í átta liða úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert