Margar breytingar eftir Íslandsleikinn

Argentínumenn á æfingu í dag.
Argentínumenn á æfingu í dag. AFP

Jorge Sampaoli landsliðsþjálfari Argentínu í knattspyrnu hyggst gera miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Íslandi þegar Argentínumenn mæta Króötum í 2. umferð D-riðilsins á HM á fimmtudagskvöldið.

Á fyrstu æfingu eftir 1:1 jafnteflið á móti Íslendingum reyndi Sampaoli fyrir sér með nokkrar leikaðferðir. Hann stillti meðal annars upp liði með þriggja manna vörn sem í voru Gabriel Mercado, Nicolas Otamendi og Nicolas Tagliafico. Mercado kom inn fyrir Marcos Rojo sem var gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu í leiknum gegn Íslendingum.

Þá er líklegt að Lucas Biglia og Ángel Di Maria verði settir á bekkinn en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn baráttuglöðu liði Íslands í leiknum í Moskvu á laugardaginn. Marcos Acuna og Eduardo Salvio myndu þá taka stöður þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert