Ber mikla virðingu fyrir Íslandi

Gernot Rohr á fréttamannafundinum í Volgograd.
Gernot Rohr á fréttamannafundinum í Volgograd. AFP

Þjóðverjinn Gernot Rohr landsliðsþjálfari Nígeríu í knattspyrnu var spurður á fréttamannafundi sem nú stendur yfir á Volgograd Arena um íslenska landsliðið en þjóðirnar eigast við á HM í knattspyrnu á morgun.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Íslandi sem gerði svo vel gegn Argentínu. Þeir eru með mjög góða menn sem spila saman sem lið, eins og við. Þeir eru ekki með stjörnur, ekki frekar en við, heldur lið.

Þetta eru því áþekk lið, en samt gamalt lið gegn ungu liði okkar og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út," segir Rohr.

Rohr var spurður út í slúðurfréttir um deilur leikmanna við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum.

„Við spáum ekkert í samfélagsmiðlum. Andinn í liðinu er mjög góður og enginn vandamál. Við erum tilbúnir í þennan leik, sameinaðir og sem eitt lið, og erum eins og fjölskylda. Við getum ekki alltaf unnið en við áttum góðan leik gegn Króatíu,“ sagði hinn þýski þjálfari Nígeríumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert