Stilla strengina á söguslóðum

Rúta íslenska liðsins á flugvellinum í Volgograd í gær.
Rúta íslenska liðsins á flugvellinum í Volgograd í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í síðari heimsstyrjöldinni hafði fimm mánaða löng orrusta um Stalíngrad gríðarleg áhrif á þróun mála í þeim hildarleik. Ekki ætla ég að fara út í frekari söguskýringu á þeim nótum en nú er íslenska karlalandsliðið í fótbolta komið til Stalíngrad, sem í dag heitir reyndar Volgograd, og býr sig undir hörð átök þó að þau séu af öðrum og heilbrigðari toga.

Í Volgograd verður mikil orrusta háð á morgun, þó aðeins í 90 mínútur, þar sem nánast allt er í húfi, en sigurliðið í slag Íslands og Nígeríu kemst í vænlega stöðu í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitum. Sá aðili sem bíður lægri hlut er í verri málum, sérstaklega Nígeríumennirnir, sem eru endanlega úr leik ef þeir tapa.

Íslenska liðið kom til Volgograd síðdegis í gær og æfir á leikvanginum í dag, þar sem það fær að kynnast aðstæðum. Hér er heitara en í Kabardinka við Svartahafið, flugur sem áreita menn og skepnur, og spáð er 34 stiga hita og sól á meðan leikurinn stendur yfir á morgun, þó að hann hefjist klukkan 18 að staðartíma og sú gula verði aðeins farin að lækka á lofti.

Sjá greinina í heild sinni og ítarlega umfjöllun um HM í Rússlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert