Fyrirliðinn eignaðist dóttur í nótt

Andreas Granqvist.
Andreas Granqvist. AFP

Andreas Granqvist, fyrirliði sænska landsliðsins í knattspyrnu, eignaðist dóttur í nótt en frá þessu greinir hann á Instagram-síðu sinni.

„Ég er glaður og stoltur af konu minni og báðum heilsast vel,“ skrifar Granqvist á Instagram-síðu sína og birtir mynd af nýfæddri dóttur sinni.

Fyrirliðinn, sem hefur verið frábær með sænska landsliðinu á HM í Rússlandi, var ekki viðstaddur fæðingu dóttur sinnar en hann er staddur í Samara þar sem Svíar mæta Englendingum í átta liða úrslitunum á HM á morgun.

Granqvist hefur stjórnað vörn Svía eins og herforingi en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk á HM og þá hefur miðvörðurinn öflugi skorað tvö mörk sem komu bæði af vítapunktinum.

So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. ❤️❤️❤️ #worldcupbaby #pappashårfäste

A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT

mbl.is