HM í dag: Lið Japan

Fyrirliðinn Maya Yoshida hefur leikið í tólf ár í þremur …
Fyrirliðinn Maya Yoshida hefur leikið í tólf ár í þremur af sterkustu deildum Evrópu. AFP/Philip Fong

Japanir eru komnir í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta í sjöunda sinn.

Japan vann óvæntan sigur á Þýskalandi, 2:1, í fyrstu umferðinni, tapaði 0:1 fyrir Kostaríka í annarri umferð en vann Spán 2:1 í lokaumferð E-riðilsins.

Japanir eru í 24. sæti á heimslista FIFA, í öðru sæti Asíuþjóða á eftir Íran. Þeir eru nú með á sínu sjöunda móti í röð eftir að hafa fyrst komist í lokakeppnina árið 1998. Þrisvar hefur Japönum tekist að komast í 16-liða úrslit, árin 2002, 2010 og 2018.

Japanir komu til leiks í 2. umferð undankeppninnar í Asíu og unnu þar sinn riðil með fullu húsi stiga gegn Tajikistan, Kirgizstan, Mongólíu og Myanmar. Í úrslitariðli enduðu þeir í öðru sæti, á eftir Sádi-Arabíu, en á undan Ástralíu, Óman, Kína og Víetnam.

Maya Yoshida er fyrirliði og langreyndasti leikmaður Japana. Hann lék í átta ár með Southampton í ensku úrvalsdeildinni, en eftir það með Sampdoria á Ítalíu og nú með Schalke í Þýskalandi. Hann er orðinn þriðji leikjahæstur í landsliði Japan frá upphafi með 122 landsleiki. Bakvörðurinn Takehiro Tomiyasu leikur með enska toppliðinu Arsenal og átta leikmenn liðsins leika í Þýskalandi.

Hajime Moriyasu hefur þjálfað japanska liðið í rúm fjögur ár.
Hajime Moriyasu hefur þjálfað japanska liðið í rúm fjögur ár. AFP/Karim Sahib

Japanir töpuðu fyrir Kanada í vináttulandsleik í Dubai á fimmtudaginn var, 2:1. Í september sigruðu þeir Bandaríkjamenn 2:0 og gerðu 0:0 jafntefli við Ekvador á móti í Þýskalandi.

Hajime Moriyasu hefur þjálfað japanska liðið frá árinu 2018 en hann er 54 ára og lék sjálfur 35 landsleiki fyrir Japan undir lok 20. aldarinnar. Moriyasu þjálfaði áður lið Sanfrecce Hiroshima en hann lék áður sjálfur með því í fjórtán ár.

LIÐ JAPAN:

Markverðir:
1 Eiji Kawashima, 39 ára, Strasbourg (Frakklandi), 95 leikir
12 Shuichi Gonda, 33 ára, Shimizu S-Pulse, 34 leikir
23 Daniel Schmidt, 30 ára, Sint-Truiden (Belgíu), 11 leikir

Varnarmenn:
2 Miki Yamane, 28 ára, Kawasaki Frontale, 15 leikir, 2 mörk
3 Shogo Taniguchi, 31 árs, Kawasaki Frontale, 14 leikir
4 Ko Itakura, 25 ára, Mönchengladbach (Þýskalandi), 13 leikir, 1 mark
5 Yuto Nagatomo, 36 ára, FC Tokyo, 138 leikir, 4 mörk
16 Takehiro Tomiyasu, 24 ára, Arsenal (Englandi), 29 leikir, 1 mark
19 Hiroki Sakai, 32 ára, Urawa Red Diamonds, 72 leikir, 1 mark
22 Maya Yoshida, 34 ára, Schalke (Þýskalandi), 122 leikir, 12 mörk
26 Hiroki Ito, 23 ára, Stuttgart  (Þýskalandi), 6 leikir

Miðjumenn:
6 Wataru Endo, 29 ára, Stuttgart (Þýskalandi), 43 leikir, 2 mörk
7 Gaku Shibasaki, 30 ára, Leganés (Spáni), 60 leikir, 3 mörk
8 Ritsu Doan, 24 ára, Freiburg (Þýskalandi), 29 leikir, 3 mörk
9 Kaoru Mitoma, 25 ára, Brighton (Englandi), 9 leikir, 5 mörk
10 Takumi Minamino, 27 ára, Mónakó (Frakklandi), 44 leikir, 17 mörk
11 Takefusa Kubo, 21 árs, Real Sociedad (Spáni), 20 leikir, 1 mark
13 Hidemasa Morita, 27 ára, Sporting Lissabon (Portúgal), 17 leikir, 2 mörk
14 Junya Ito, 29 ára, Reims (Frakklandi) 38 leikir, 9 mörk
15 Daichi Kamada, 26 ára, Eintracht Frankfurt (Þýskalandi), 22 leikir, 6 mörk
17 Ao Tanaka, 24 ára, Düsseldorf (Þýskalandi), 15 leikir, 2 mörk
24 Yuki Soma, 25 ára, Nagoya Grampus, 8 leikir, 4 mörk

Sóknarmenn:
18 Takuma Asano, 28 ára, Bochum (Þýskalandi), 37 leikir, 7 mörk
20 Shuto Machino, 23 ára, Shonan Bellmare, 4 leikir, 3 mörk
21 Ayase Ueda, 24 ára, Cercle Brugge (Belgíu), 11 leikir
25 Daizen Maeda, 25 ára, Celtic (Skotlandi), 8 leikir, 1 mark

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka