Fyrsta markið á HM 34 ára

Robert Lewandowski var heldur betur sáttur eftir að hafa skorað …
Robert Lewandowski var heldur betur sáttur eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark á HM í dag. AFP/Kirill Kudryavtsev

Fyrsta mark pólska snillingsins Robert Lewandowski á heimsmeistaramóti í fótbolta kom í Katar í dag er Pólland vann 2:0 sigur á Sádí-Arabíu. 

Með sigrinum kom Pólland sér á topp H-riðilsins. Lewandowski skoraði annað mark Póllands er hann nýtti sér mistök í vörn Sádi-Arabíu og renndi boltanum framhjá Mohammed Al-Owais. 

Lewandowski, sem er 34 ára gamall, hafði aldrei skorað á heimsmeistaramóti áður en hann náði ekki að skora á HM 2018 í Rússlandi né í leiknum gegn Mexíkó um daginn. Hann fékk þó aldeilis tækifæri til þess í þeim leik er hann steig á vítapunktinn en brenndi af. 

Lewandowski svaraði fyrir það í dag og hefur nú skorað 77 mörk fyrir Pólland og yfir 600 samtals á ferlinum. 

mbl.is