Ronaldo er leiðtogi okkar

Goncalo Ramos (nr. 26) fer af velli fyrir Cristiano Ronaldo …
Goncalo Ramos (nr. 26) fer af velli fyrir Cristiano Ronaldo í kvöld. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Þó Goncalo Ramos hafi stolið senunni er hann skoraði þrennu í 6:1-sigri Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í kvöld sagði hann Cristiano Ronaldo enn vera liðinu mikilvægur.

Ramos fékk tækifærið í fremstu víglínu hjá Portúgal í stað Ronaldos, sem þurfti að gera sér það að góðu að byrja á varamannabekknum.

Ronaldo kom inn á fyrir Ramos eftir að sá síðarnefndi fékk heiðursskiptingu í kjölfar þrennunnar.

Sjálfur vildi hinn 21 árs gamli Ramos ekki samþykkja að úr því hann hafi leikið þetta vel væri þörfin fyrir krafta Ronaldos minni.

„Cristiano Ronaldo ræðir við mig og alla í liðinu. Hann er leiðtogi okkar og er alltaf að reyna að hjálpa,“ hafði BBC Sport eftir Ramos eftir leikinn í kvöld.

Hann er nú með fjögur mörk í fjórum A-landsleikjum og lagði auk þess upp mark Raphael Guerreiro í leiknum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina