Handboltinn sjálfur er í öðru sæti

Allt umhverfi keppnisvallarins í Kaíró var sótthreinsað í gærkvöld áður …
Allt umhverfi keppnisvallarins í Kaíró var sótthreinsað í gærkvöld áður en upphafsleikur HM milli Egyptalands og Síle var flautaður á. AFP

Í gær hófst heimsmeistaramótið í handbolta í Egyptalandi og óhætt er að segja að allt annað en handboltinn sjálfur hafi verið aðalumfjöllunarefnið síðustu dagana fyrir mót.

Margir hafa efast um hvort skynsamlegt sé að halda stórmót eins og þetta í miðjum faraldri og einmitt á þeim tíma sem útbreiðsla hans er nánast í hámarki víða um heim.

Tvö lið komust ekki á mótið þegar á reyndi, Tékkland og Bandaríkin, og kalla þurfti inn varaþjóðir í þeirra stað. Norður-Makedónía og Sviss mæta daginn fyrir sinn fyrsta leik á mótinu. Staðið hefur tæpt hvort lið Grænhöfðaeyja geti mætt til leiks fyrir sinn fyrsta leik á morgun og mörg lið hafa misst leikmenn í einangrun vegna smita á síðustu dögum.

Íslensku leikmennirnir hafa ekki kvartað yfir neinu eftir að þeir komu til Egyptalands, alla vega ekki opinberlega, en norskir kollegar þeirra virðast lítt hrifnir af því sem þeir hafa upplifað fyrstu dagana í landinu.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert