Naumt tap hjá Alfreð

Alfreð Gíslason áhyggjurfullur á hliðarlínunni í kvöld.
Alfreð Gíslason áhyggjurfullur á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Ungverjaland sigraði Þýskaland 29:28 eftir mjög spennandi leik í lokaumferð riðlakeppninnar á HM karla í handknattleik í Egyptalandi í kvöld. 

Liðin leika í A-riðli keppninnar og munu bæði fara í milliriðil 1 í mótinu. Þangað fer Ungverjaland með 4 stig eftir að hafa unnið alla þrjá leikina til þessa en Þýskaland fer með 2 stig og Úrúgvæ ekkert. Alfreð Gíslason stýrir Þjóðverjum sem kunnugt er. Mate Lekai skoraði sigurmark Ungverja á lokamínútunni. 

Pólland vann Brasilíu í kvöld í B-riðli 33:23. Þar með liggur fyrir að Pólland fer einnig með 2 stig í milliriðil 1 eins og Þýskaland. Spánn fer hins vegar með 3 stig úr B-riðli í milliriðilinn og þegar keppni hefst í milliriðli verða því Ungverjaland og Spánn í tveimur efstu sætunum. 

Brasilía fer áfram með ekkert stig en framundan hjá Alfreð í milliriðlinum verða því glímur við Spánverja, Pólverja og Brasilíumenn. 

Danmörk burstaði Argentínu 31:20 í D-riðli og Danir fara með 4 stig í milliriðil 2 í mótinu. Verða stigi fyrir ofan Krótaíu sem er með 3 stig. 

Þýskaland: Marcel Schiller 7, Philipp Weber 5, Julius Kuhn 3, Kai Hafner 3, Paul Drux 3, Timo Kastening 2, Fabian Bohm 2, Patrick Groetzki 1, Johannes Golla 1, Uwe Gensheimer 1.

Ungverjaland: Bence Banhidi 8, Dominik Mathe 8, Mate Lekai 4, Zoltan Szita 3, Gabor Ancsin 2, Richard Bodo 2, Miklos Rosta 1, Zsolt Balogh 1.

Brasilía: Haniel Langaro 4, Gustavo Rodrigues 3, Jose Toledo 3, Fabio Chiuffa 3, Rogerio Moraes 2, Guilherme Torriani 2, Jose Luciano 2, Vinicius Teixeira 2, Arthur Patrianova 1, Henrique Teixeira 1.

Pólland: Arkadiusz Moryto 6, Szymon Sicko 6, Maciej Gebala 5, Maciej Majdzinski 4, Michal Olejniczak 2, Przemyslaw Krajewski 2, Patryk Walczak 2, Tomasz Gebala 2, Dawid Dawydzik 1, Rafal Przybylski 1, Michal Daszek 1, Jan Czuwara 1.

Danmörk: Mikkel Hansen 7, Magnus Bramming 5, Mathias Gidsel 5, Magnus Saugstrup Jensen 3, Mads Mensah Larsen 3, Magnus Landin Jacobsen 2, Lasse B. Andersson 1, Johan P. Hansen 1, Morten Toft Olsen 1, Simon Hald Jensen 1, Lasse J. Svan 1, Niklas Landin Jacobsen 1.

Argentína: Pedro Martinez 6, Lucas Dario Moscariello 3, Federico Gaston Fernandez 2, Ramiro Martinez 2, Ignacio Pizarro 1, Manuel Crivelli 1, Guillermo Jose Fischer 1, Nicolas Bonanno 1, Gonzalo Matias Carou 1, Santiago Alejo  1, Pablo Ariel Simonet 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert