Íslenskir landsliðsmenn fá ekki krónu

„Ég held að það hafi aldrei neinn landsliðsmaður fengið borgað fyrir að spila fyrir Ísland,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Ýmir Örn, sem er 25 ára gamall, er lykilmaður í varnarleik íslenska liðsins en hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2017.

„Þetta snýst fyrst og fremst um ástríðuna,“ sagði Ýmir.

„Þetta er okkar herskylda, þannig lít ég á það,“ bætti Ýmir við.

Ýmir Örn er í aðalhlutverki í fjórða þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Leikmenn Íslands fagna eftir sigurinn gegn Portúgal.
Leikmenn Íslands fagna eftir sigurinn gegn Portúgal. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is