SR lagði Fjölni í upphafsleiknum

Viktor Svavarsson hjá Fjölni og Ómar Söndruson hjá SR í …
Viktor Svavarsson hjá Fjölni og Ómar Söndruson hjá SR í leiknum í kvöld. Annar dómara leiksins liggur fyrir aftan þá eftir að hafa runnið til. mbl.is/Hákon Pálsson

SR hafði betur gegn Fjölni, 5:2, þegar liðin mættust í upphafsleik úrvalsdeildar karla í íshokkí, Hertz-deildarinnar, í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.

Markalaust var að loknum fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta sprungu heimamenn í SR út og skoruðu fjögur mörk gegn engu.

Axel Orongan skoraði þá tvívegis og Styrmir Maack og Gunnlaugur Þorsteinsson sitt markið hvor.

Í fjórða leikhluta minnkaði Jóhann Kristjánsson muninn fyrir Fjölni og staðan orðin 4:1.

Sölvi Atlason kom SR aftur í fjögurra marka forystu áður en Martin Simanek minnkaði muninn niður í þrjú mörk í annað sinn í leiknum.

Staðan orðin 5:2 og reyndust það lokatölur.

mbl.is