Sigurður hættur hjá Solna

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, er á heimleið frá …
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, er á heimleið frá Svíþjóð. Árni Sæberg

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik karla, hefur sagt upp starfi sínu sem þjálfari sænska meistaraliðsins Solna Vikings. Hann hafði aðeins verið rúman mánuði við stjórnvölinn hjá liðinu og stýrt því í tveimur leikjum í sænsku deildinni. Annar vannst en hinn tapaðist.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins þá virtust hugmyndir Sigurðar annarsvegar og forráðamanna og leikmanna Solna ekki falla saman. Þess vegna hafi Sigurður kosið að segja starfi sínu lausu í gærkvöldi.

Einn íslenskur landsliðsmaður leikur með Solna, Helgi Magnússon.

mbl.is