Ljótt olnbogaskot í NBA (myndskeið)

Metta World Peace.
Metta World Peace. Reuters

Heimsfriðurinn virðist vera úti ef marka má olnbogaskotið sem Metta World Peace leikmaður LA Lakers gaf andstæðingi í leik Lakers og Oklahoma í nótt en sá ágæti leikmaður hét áður Ron Artest og þekktur vændræðagemsi. 

World Peace er væntanlega á leiðinni í langt leikbann enda er brotið mjög ljótt eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is