Margrét tekur við af Sigurði

Margrét Sturlaugsdóttir, Sævar Sævarsson varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Marín Rós ...
Margrét Sturlaugsdóttir, Sævar Sævarsson varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Marín Rós Karlsdóttir. Ljóssmynd/Facebooksíða Keflavíkur

Margrét Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik fyrir næstu leiktíð. Frá þessu var greint í kvöld. Henni til aðstoðar verður Marín Rós Karlsdóttir. Margrét tekur við þjálfun liðsins af Sigurði Ingimundarsyni. 

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Keflavíkur í kvöld.

Margrét er einnig landsliðsþjálfari U16 ára stúlkna og þá hefur Marín Rós verið með yngri flokka hjá Keflavík en báðar eru þær fyrrverandi leikmenn Keflavíkurliðsins. 

mbl.is