Fyrsta konan sem dæmir í efstu deild karla

Georgia Olga Kristiansen.
Georgia Olga Kristiansen. Ljósmynd/kki.is

Georgia Olga Kristiansen brýtur blað í körfuboltasögunni á fimmtudagskvöldið þegar hún verður fyrsta konan sem dæmir leik í efstu deild karla hér á landi.

Hún verður þá einn þriggja dómara á leik Vals og Tindastóls sem fram fer í Valshöllinni á Hlíðarenda klukkan 18. Reyndir dómarar, Leifur Garðarsson og Jón Guðmundsson, verða með henni í dómaratríói leiksins.

Georgia er 38 ára gömul og hefur dæmt í efstu deild kvenna frá árinu 2006 og sama ár var hún  byrjuð að dæma karlaleiki í neðri deildum og bikarkeppni.

mbl.is