Haukar byrja úrslitakeppnina vel

Paul Jones sækir að Herði Axel Vilhjálmssyni í Schenker-höllinni í …
Paul Jones sækir að Herði Axel Vilhjálmssyni í Schenker-höllinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Deildameistarar Hauka byrjuðu úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta með sannfærandi hætti í Hafnarfirði í kvöld og lögðu Keflavík að velli 83:72. Staðan í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum er þá 1:0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. 

Haukar höfnuðu í efsta sæti í deildakeppninni en Keflavík í 8. sæti. 

Haukar tóku frumkvæðið í leiknum strax í fyrsta leikhluta og náðu þá ágætu forskoti 13:4. Eftir það höfðu Hafnfirðingar ágæt tök á leiknum og sigur þeirra var aldrei í mikilli hættu. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 44:31 sem gefur ágæta vísbendingu um hversu góða vörn Haukar spiluðu. 

Í síðari hálfleik héldu Haukar liði Keflavíkur ávallt í ágætri fjarlægð en mest náði Keflavík að minnka muninn niður í átta stig. Á lokamínútum leiksins var engin spenna til staðar og Keflvíkingar líklega komnir með hugann við næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra. 

Kári Jónsson snéri aftur eftir fingurbrot og skoraði 24 stig en Emil Barja var einnig mjög drjúgur og skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Keflavík var Daði Lár Jónsson stigahæstur með 20 stig og Christian Jones var með 18 stig. 

Haukar - Keflavík 83:72

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild karla, 16. mars 2018.

Gangur leiksins:: 6:2, 9:4, 16:11, 24:15, 26:18, 38:23, 41:31, 44:31, 52:35, 52:36, 54:40, 56:44, 60:48, 67:53, 77:60, 83:72.

Haukar: Kári Jónsson 24/5 fráköst, Emil Barja 14/9 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 14, Paul Anthony Jones III 11/5 fráköst, Breki Gylfason 8/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Daði Lár Jónsson 20, Christian Dion Jones 18/12 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 12/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Magnús Már Traustason 3/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Halldor Geir Jensson.

Haukar 83:72 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert