Anthony á förum frá Oklahoma

Carmelo Anthony.
Carmelo Anthony. AFP

Körfuknattleikskappinn Carmelo Anthony er á förum frá bandaríska NBA-liðinu Oklahoma City Thunder en það er ESPN sem greinir frá þessu.

Anthony kom til Oklahoma síðasta sumar en hann skoraði 16 stig, tók 6 fráköst og gaf eina stoðsendingu að meðaltali í leik síðasta vetur. ESPN greinir frá því að hann sé nú í viðræðum við Miami Heat og Houston Rockets en það er talið líklegra að hann endi í Houston. Þá hefur leikmaðurinn einnig verið orðaður við Los Angeles Lakers en hann og LeBron James, nýjasti leikmaður Lakers, eru miklir vinir utan vallar.

Anthony er 34 ára gamall en hann hóf NBA-feril sinn hjá Denver Nuggets árið 2003. Hann spilaði með liðinu til ársins 2011 og þá samdi hann við New York Knicks en hann er fæddur í Brooklyn. Anthony hefur tíu sinnum verið valinn til þess að taka þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar og þá varð hann stigahæsti leikmaður deildarinnar árið 2013. Þá hefur hann þrisvar sinnum orðið Ólympíumeistari með landsliði Bandaríkjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert