Nýliðarnir stóðu í Grindvíkingum

Marques Oliver sækir að körfu Vals í kvöld en hann …
Marques Oliver sækir að körfu Vals í kvöld en hann skoraði 28 stig fyrir Haukana. mbl.is/Hari

Grindavík lagði nýliða Breiðabliks í Dominos-deild karla í körfuknattleik en keppni í deildinni hófst í kvöld. Haukar fögnuðu sigri gegn Val að Hlíðarenda og Tindastóll vann öruggan sigur gegn Þór Þorlákshöfn á Sauðárkróki.

Nýliðar Breiðabliks veittu Grindvíkingum harða keppni suður með sjó en heimamenn höfðu betur að lokum, 95:86, eftir góðan fjórða leikhluta. Jordy Kuiper skoraði 24 stig fyrir Grindvíkinga og Sigtryggur Arnar Björnsson sem kom frá Tindastóli í sumar var með 22 stig. Hjá Blikunum var Christian Covile atkvæðamestur með 18 stig og Snorri Hrafnkelsson skoraði 16.

Haukar, sem þurftu í sumar að sjá á eftir mörgum sterkum leikmönnum, gerðu góða ferð í Valshöllina og lögðu Valsmenn 95:88. Marques Oliver var stigahæstur í liði Haukanna með 28 stig og tók 13 fráköst og þeir Kristján Leifur Sverrisson og Matic Macek voru með 13 stig hvor. Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 19 stig fyrir Valsmenn og Aleks Simeonov var með 18.

Tindastóll, sem tapaði fyrir KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, vann sannfærandi sigur gegn Þór Þorlákshöfn, 84:68. Urald King skoraði 25 stig fyrir Stólana og tók 13 fráköst og Danero Thomas, sem kom frá ÍR í sumar, skoraði 18. Kinu Rochford var atkvæðamestur í liði Þórs með 21 stig og tók 17 fráköst.

Tindastóll - Þór Þ. 85:68

Gangur leiksins: 6:7, 10:11, 18:13, 22:15, 27:15, 38:19, 41:24, 44:33, 49:38, 53:44, 55:45, 64:53, 71:55, 75:61, 83:64, 85:68.

Tindastóll: Urald King 25/13 fráköst/5 stolnir, Danero Thomas 18/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Dino Butorac 12/9 fráköst/11 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 7/4 fráköst, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Rafn Viggósson 2/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Þór Þ.: Kinu Rochford 21/17 fráköst, Gintautas Matulis 15/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 10, Ragnar Örn Bragason 6, Nikolas Tomsick 4/6 stoðsendingar.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 500

Grindavík - Breiðablik 95:86

Gangur leiksins: 2:5, 11:8, 16:12, 19:20, 25:26, 32:34, 41:40, 47:46, 51:51, 60:57, 65:65, 68:72, 70:74, 80:79, 85:79, 95:86.

Grindavík: Jordy Kuiper 24/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 22/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 15/8 fráköst, Terrell Vinson 14/6 fráköst, Michael Liapis 11/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 6, Hlynur Hreinsson 3.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Christian Covile 18/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 16/7 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 13, Sveinbjörn Jóhannesson 8/7 fráköst, Halldór Halldórsson 8/4 fráköst, Arnór Hermannsson 5/8 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Vignisson 5, Ragnar Jósef Ragnarsson 5, Þorgeir Freyr Gíslason 3, Sigurður Sölvi Sigurðarson 3, Árni Elmar Hrafnsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 400

Valur - Haukar 88:95

Gangur leiksins: 5:5, 12:11, 18:14, 20:20, 27:23, 37:25, 40:34, 51:43, 54:53, 60:59, 65:63, 70:66, 70:74, 72:80, 77:87, 88:95.

Valur: Oddur Rúnar Kristjánsson 19, Aleks Simeonov 18/7 fráköst, Miles Wright 17/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 9/9 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 8, Illugi Steingrímsson 3/5 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Haukar: Marques Oliver 28/13 fráköst/3 varin skot, Sigurður Pétursson 13, Matic Macek 13, Kristján Leifur Sverrisson 13/6 fráköst, Haukur Óskarsson 12/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 7, Hilmar Smári Henningsson 5, Daði Lár Jónsson 4/5 stoðsendingar.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 231

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert