Leonard fer vel af stað með Toronto

Kawhi Leonard skoraði 24 stig fyrir Toronto Raptors í nótt.
Kawhi Leonard skoraði 24 stig fyrir Toronto Raptors í nótt. AFP

Kawhi Leonard, leikmaður Toronto Raptors í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, fer vel af stað með sínu nýja liði í deildinni vestanhafs en hann skoraði 24 stig og tók 12 fráköst í 116:114-sigri Raptors á Cleveland Cavaliers í nótt.

Leonard gekk til liðs við Raptros frá San Antonio Spurs í sumar en spekingar vestanhafs reikna með því að Leonard muni stoppa stutt við hjá Raptors og semja við risalið, næsta sumar. Hann var sterklega orðaður við LA Lakers í sumar en fór að lokum til Raptors.

Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar 2014 þegar Spurs urðu meistarar eftir 4:1-sigur gegn Miami Heat í úrslitaeinvíginu en Leonard fór oft illa með LeBron James, fyrrverandi leikmann Miami Heat, í einvíginu eftirminnilega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert