Áttum ekki skilið að vinna

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap kvöldsins.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap kvöldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með sinn fyrsta sigur í deildinni. Þeir voru frábærir í kvöld og áttu sigurinn skilinn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við mbl.is á Hlíðarenda í kvöld eftir 97:92-tap liðsins gegn Val í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik.

„Það er ótrúlegt að Valsliðið hafi verið 5/0 fyrir kvöldið í kvöld því þetta er virkilega gott körfuboltalið. Kendall (Lamont Anthony) og William (Saunders) breyta auðvitað miklu en þeir spiluðu hörkuleik og áttu skilið að vinna. Við reyndum allan tímann að komast inn í þennan leik en varnarleikurinn hjá okkur var ekki nægilega góður og því fór sem fór. Valsmenn báru þess ekki merki að það væri lítið sjálfstraust í þeirra liði, þeir hittu mjög vel úr sínum skotum og þótt ég sé hundfúll að tapa þá áttum við ekki skilið að vinna hér í kvöld.“

Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig en Arnar segir að það sé hellingur sem hans menn þurfi að laga fyrir næstu leiki.

Antti Kanervo átti ekki góðan leik í liði Garðbæinga og ...
Antti Kanervo átti ekki góðan leik í liði Garðbæinga og voru 3 af 10 úr þristum. mbl.is/Hari

Verða að laga varnarleikinn 

„Ég er ekki ánægður með þann stað sem liðið er á í dag. Við þurfum að bæta okkur og við munum gera það. Til að byrja með getum við ekki fengið á okkur 97 stig í einum leik. Í kvöld vantaði ákveðið flæði í sóknarleikinn en það gerist þegar að það er alltaf verið að skora á þig og það er einn af þeim hlutum sem við þurfum að laga,“ sagði Arnar í samtali við mbl.is.

mbl.is