Emil Barja aftur til Hauka?

Emil Barja í úrslitarimmunni gegn KR.
Emil Barja í úrslitarimmunni gegn KR. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Emil Barja gæti verið á leiðinni aftur til Hauka eftir eitt ár í herbúðum Íslandsmeistaranna í KR. 

Samkvæmt heimildum mbl.is íhugar Emil nú að fara aftur í uppeldisfélagið. Auk þess að spila með Haukum býðst Emil einnig starf hjá félaginu.

Stefán Þór Borgþórsson fráfarandi mótastjóri KKÍ mun jafnframt starfa fyrir Hauka eftir mörg ár hjá sambandinu. Tilkynnt var um mánaðamótin að hann væri að hætta hjá KKÍ. 

Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann Ívars Ásgrímssonar hjá karlaliði Hauka en Spánverjinn Israel Martin var sterklega orðaður við Hauka eftir að hann lét af störfum hjá Tindastóli. 

mbl.is