Helgi Jónas ráðinn til Grindavíkur

Helgi Jónas Guðfinnsson.
Helgi Jónas Guðfinnsson. Morgunblaðið/Eggert

Helgi Jónas Guðfinnsson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik til næstu tveggja ára en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Helgi Jónas verður Daníel Guðmundssyni til trausts og halds en Daníel var nýlega ráðinn þjálfari Grindavíkurliðsins í stað Jóhanns Þórs Ólafssonar, sem lét af störfum eftir tímabilið en Daníel var aðstoðarmaður hans.

Helgi Jónas lék á árum áður með Grindvíkingum og þjálfaði liðið í nokkur ár og undir hans stjórn varð Grindavík Íslandsmeistari árið 2012.

mbl.is