Antetokounmpo í Lakers

Kostas Antetokounmpo í leik með Dallas Mavericks.
Kostas Antetokounmpo í leik með Dallas Mavericks. Ljósmynd/NBA

Bandaríska körfuboltafélagið Los Angeles Lakers er búið að semja við Kostas Antetokounmpo. Samningurinn við Antetokounmpo er tvíhliða.

Hann spilar fyrst um sinn með varaliði félagsins, en verði hann kallaður upp í aðalliðið fær hann launahækkun. 

Kostas Antetokounmpo er yngri bróðir Giannis Antetokounmpo og lék síðast með Dallas Mavericks. Hann lék tvo leiki með Dallas á síðustu leiktíð og skoraði tvö stig. 

Leikmaðurinn er 208 sentímetrar og kraftframherji. Hann var valinn af Philadelphia 76ers í nýliðavalinu á síðasta ári, áður en fór til Dallas í skiptum örfáum dögum síðar. 

Þriðji bróðirinn, Thanasis, hefur leikið með gríska stórliðinu Panathinaikos en er nú einnig á leið í NBA. Verður hann samherji Giannis hjá Milwaukee Bucks. Thanasis mætti Íslendingum á EM í Helsinki 2017. 

mbl.is