Victor Moses í Fjölni

Fjölnismenn fagna sæti í efstu deild.
Fjölnismenn fagna sæti í efstu deild.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Victor Moses og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.

Fjölnir er nýliði í úrvalsdeildinni eftir sigur í umspili í 1. deildinni síðasta vetur. 

Moses er 201 sentimetri og hefur leikið í Venesúela, Portúgal og síðast Newcastle Eagles á Englandi. 

Samkvæmt Fjölni er Moses fjölhæfur framherji, sem bæði getur leikið með bakið í körfuna, sem og skotið boltanum.

Karfan.is greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert