Króatískur framherji til Tindastóls

Pétur Rúnar Birgisson og liðsfélagar hans í Tindastól fengu góðan …
Pétur Rúnar Birgisson og liðsfélagar hans í Tindastól fengu góðan liðsstyrk í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Sinisa Bilic er genginn til liðs við körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð en það var Feykir.is sem greindi fyrst frá. Bilic er króatískur framherji sem er fæddur árið 1989.

Bilic er tæpir tveir metrar á hæð en hann er afar fjölhæfur leikmaður sem er sterkur undir körfunni og þá er hann einnig góð þriggja stiga skytta. Tindastóll endaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn, samanlagt 3:2.

mbl.is