Landsliðið ekki verkefnalaust

Þjálfarinn Craig Pedersen ásamt Herberti Arnarsyni formanni afreksnefndar KKÍ
Þjálfarinn Craig Pedersen ásamt Herberti Arnarsyni formanni afreksnefndar KKÍ mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir útreiðina í Sviss á miðvikudagskvöldið varð ljóst að íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik myndi ekki leika í undankeppni EM 2021. Eftir að hafa komist í lokakeppni EM tvisvar í röð liggur nú fyrir að Ísland nær ekki þremur lokakeppnum í röð.

Fyrir vikið hafa margir íþróttaáhugamenn velt því fyrir sér hvort landsliðið fái einhver verkefni á næstunni þar sem eitthvað er í húfi. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambandsins, upplýsti Morgunblaðið um að Íslandi mundi spila alvöru landsleiki strax næsta vetur, þegar haft var samband við hann.

„Þetta keppnisfyrirkomulag hjá FIBA er skemmtilega flókið við fyrstu sýn en þegar maður kynnir sér það þá er það nokkuð einfalt. Maður þarf kannski helgarnámskeið til að átta sig,“ sagði Hannes og hló. Hann heldur áfram. „Nú tekur við forkeppni fyrir HM sem fram fer árið 2023. Lokakeppni HM mun hefjast í næstu viku í Kína en í vetur hefst forkeppnin fyrir HM 2023. Að lokinni forkeppni hefst síðan undankeppnin fyrir HM 2023 í nóvember 2021.“

Sjá samtal við Hannes í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert