Frítt inn á landsleik í næstu viku

Ísland mætir Búlgaríu 14. nóvember.
Ísland mætir Búlgaríu 14. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimmtudaginn 14. nóvember hefst undankeppni EM hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta er Búlgaría kemur í heimsókn í Laugardalshöllina. 

KKÍ greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að frítt verði á leikinn og verður áhorfendum hleypt inn á meðan húsrúm leyfir. 

Landsliðið kemur saman á sunnudaginn og æfir í fyrsta skipti fyrir leikinn. Eftir leikinn við Búlgaríu tekur við útileikur gegn Grikklandi 17. nóvember. 

Auk Íslands, Grikklands og Búlgaríu er Slóvenía einnig í riðlinum. Slóvenía er í öðru sæti á styrkleikalista Evrópuþjóða og fyrirfram talin líklegust til að hreppa efsta sæti riðilsins. 

Ísland er í 26. sæti af 33 þjóðum á styrkleikalistanum, Grikkland er í 19. sæti og Búlgaría í 30. sæti. 

mbl.is