Góður leikur Martins dugði ekki

Martin Hermannsson skoraði 16 stig og var næststigahæstur í liði …
Martin Hermannsson skoraði 16 stig og var næststigahæstur í liði Alba Berlín. Ljósmynd/Alba Berlín

Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Alba Berlín þegar liðið heimsótti Ludwigsburg í efstu deild Þýskalands í körfuknattleik í dag. Leiknum lauk með 81:77-sigri Ludwigsburg en Martin skoraði 16 stig, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar á þeim rúmlega hálftíma sem hann lék.

Ludwigsberg byrjaði leikinn betur og leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta. Alba Berlín spýtti í lófana í öðrum leikhluta og var staðan 44:35, Alba Berlín í vil, í hálfleik. Ludwigsberg tókst að minnka muninn í eitt stig í þriðja leikhluta og fimm stiga sigur Ludwigsberg í fjórða leikhluta varð til þess að liðið fagnaði fjögurra stiga sigri.

Alba Berlín er með 10 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö leiki sína. Liðið er með fjórum stigum minna en topplið Bayern og Ludwigsberg en Bayern hefur leikið sjö leiki á meðan Ludwigsberg hefur leikið átta.

mbl.is