Sá stigahæsti í leikbann

Milka í leiknum á móti KR.
Milka í leiknum á móti KR. mbl.is/Skúli

Litháinn Dominykas Milka verður ekki með Keflvíkingum þegar liðið mætir Haukum í Dominos-deildinni í körfuknattleik annað kvöld. 

Karfan.is greinir frá því að Milka hafi verið úrskurðaður í leikbann vegna háttsemi sinnar að loknum leiknum gegn KR í síðustu viku. 

Milka hefur bæði skorað flest stig og tekið flest fráköst til þessa í deildinni og fjarvera hans ætti að hafa nokkur áhrif á lið Keflavíkur sem byrjað hefur tímabilið afar vel. 

mbl.is