Slóvenski strákurinn sá um Lakers

Luka Doncic reynir að komast fram hjá LeBron James í …
Luka Doncic reynir að komast fram hjá LeBron James í leiknum í Los Angeles í nótt. AFP

Slóvenski táningurinn Luka Doncic náði að skyggja á sjálfan LeBron James í nótt þegar Dallas Mavericks vann góðan útisigur á Los Angeles Lakers, 114:100, í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Hinn tvítugi Doncic var enn og aftur í aðalhlutverki en hann skoraði 27 stig fyrir Dallas, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. LeBron var aðalmaður hjá Lakers að vanda með 25 tig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar.

Kawhi Leonard skoraði 34 stig fyrir LA Clippers sem vann Washington Wizards í ótrúlegum stigaleik, 150:125. Leikmenn Clippers skoruðu minnst 34 stig í hverjum leikhluta fyrir sig og 82 stig í fyrri hálfleiknum.

Úrslitin í nótt:

Brooklyn - Miami 106:109
Minnesota - Memphis 107:115
New York - Boston 104:113
LA Lakers - Dallas 100:114
New Orleans - Oklahoma City 104:107
Detroit - San Antonio 132:98
Toronto - Utah 130:110
Orlando - Golden State 100:96
LA Clippers - Washington 150:125

mbl.is