Óvæntur sigur Þórs á Keflavík

Halldór Garðar Hermannsson átti stórleik fyrir Þór.
Halldór Garðar Hermannsson átti stórleik fyrir Þór. mbl.is/Árni Sæberg

Þór Þorlákshöfn vann afar góðan 89:81-sigur á Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þór fór upp um tvö sæti með sigrinum og upp í sjöunda sætið. 

Keflavík mistókst að jafna Stjörnuna á toppi deildarinnar, en tapið er það þriðja í síðustu fjórum leikjum hjá Keflavík. 

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og var staðan 65:64, Keflavík í vil, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar voru Þórsarar mun sterkari og þá sérstaklega vegna Halldórs Garðars Hermannssonar sem átti stórleik. Halldór skoraði 34 stig og komu mörg þeirra á lokakaflanum, þar sem hann var óstöðvandi.

Vincent Bailey kom næstur með 20 stig og Dino Butorac gerði 12 stig. Khalil Ahmad skoraði 25 stig fyrir Keflavík og Dominykas Milka skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Milka spilaði ekki lokamínútur leiksins, þar sem hann fékk sína fimmtu villu undir lokin. 

Þór Þorlákshöfn - Keflavík 89:81

Icelandic Glacial höllin, Urvalsdeild karla, 13. desember 2019.

Gangur leiksins:: 7:4, 14:11, 16:11, 18:20, 26:26, 32:28, 38:33, 41:42, 47:46, 53:52, 58:61, 62:65, 64:68, 71:69, 76:73, 89:81.

Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Hermannsson 34/5 stoðsendingar, Vincent Terrence Bailey 20/9 fráköst, Dino Butorac 12, Marko Bakovic 10/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Emil Karel Einarsson 5.

Fráköst: 21 í vörn, 5 í sókn.

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 25, Dominykas Milka 24/14 fráköst, Deane Williams 18/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/5 fráköst/9 stoðsendingar, Reggie Dupree 5, Magnús Már Traustason 3.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 120

mbl.is