Fyrrverandi leikmaður KR lést af völdum veirunnar

Davids Edwards.
Davids Edwards. Ljósmynd/Heimasíða Texas A&M

Fyrrverandi körfuboltamaðurinn David Edwards, sem lék eitt tímabil með KR hér á Íslandi, er látinn eftir að hafa veikst af kórónuveirunni.

Hann lést á heimili sínu í New York, 48 ára gamall en Edwards sló fjöldann allan af skólametum fyrir Texas A&M í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á árunum 1991 til 1994. Hann gekk svo til liðs við KR í október 1996 og spilaði með liðinu fram að áramótum.

mbl.is