Aðsóknarmet slegið hjá KR í samkomubanni?

Karlalið KR er Íslandsmeistari síðustu sex ára og hér tekur …
Karlalið KR er Íslandsmeistari síðustu sex ára og hér tekur Jón Arnór Stefánsson við bikarnum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands í fyrra. mbl.is/Hari

Körfuknattleiksdeild KR ætlar að selja aðgang að leik sem ekki fer fram til að létta róðurinn við rekstur deildarinnar nú þegar Íslandsmótið hefur verið blásið af. 

KR-ingar hafa sent frá sér tilkynningu vegna þessa þar sem fram kemur að aðsóknarmetið á leik í DHL-höllinni í Frostaskjólinu sé 2.500 manns. Nú standi til að slá metið, þ.e.a.s í miðasölunni. 

Í tilkynningunni segir einnig að KR verði fyrir verulegum tekjumissi í ljósi þess að úrslitakeppnin fer ekki fram en bæði lið félagsins hefðu leikið í úrslitakeppni og þá er aðsóknin mun meiri en á hina hefðbundnu deildarleiki. 

Tilkynningin frá KR

Margir áttu von á að Valur og KR gætu mæst …
Margir áttu von á að Valur og KR gætu mæst í úrslitarimmu í kvennaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert