Kobe Bryant í heiðurshöll körfuboltans

Kobe Bryant
Kobe Bryant AFP

Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant hefur verið tekinn inn í heiðurs­höll banda­rísku körfuknatt­leiks­deild­ar­inn­ar fyr­ir glæsi­leg­an fer­il sinn. Bryant varð NBA-meistari fimm sinnum en hann lést í þyrluslysi fyrr á árinu, 41 árs gamall.

Bry­ant er af mörg­um tal­inn einn besti körfu­boltamaður allra tíma. Hann er fjórði stiga­hæsti leikmaður NBA-deild­ar­inn­ar frá upp­hafi með 33.643 stig. Lék hann all­an at­vinnu­manns­fer­il­inn með Los Ang­eles Lakers, alls 20 ár, og er ein mesta goðsögn fé­lags­ins frá upp­hafi.

Bry­ant varð fimm sinn­um NBA-meist­ari með Lakers og var í tvígang val­inn mik­il­væg­asti leikmaður úr­slita­keppn­inn­ar og einu sinni mik­il­væg­asti leikmaður deild­ar­inn­ar. Hann var 18 sinn­um val­inn í úr­valslið Vest­ur­deild­ar­inn­ar. Bry­ant varð ólymp­íu­meist­ari með Banda­ríkj­un­um í Pek­ing 2008 og í London 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert