ÍR fær liðstyrk úr Vesturbænum

Margrét Blöndal til hægri.
Margrét Blöndal til hægri. Ljósmynd/ÍR

Körfuknattleikskonan Margrét Blöndal er gengin til liðs við ÍR en hún hefur hingað til leikið með uppeldisfélagi sínu KR.

Margrét er tvítug og spilaði níu leiki á síðustu leiktíð með KR í efstu deild. Þá á hún 17 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. ÍR leikur í 1. deildinni og hefst keppni þar 22. september næstkomandi.

mbl.is