Mun ekki leika með Dresden

Ingvi Þór Guðmundsson
Ingvi Þór Guðmundsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun ekki leika með Dresden Titans í austurhluta Þýskalands í vetur eins og til stóð. 

Netmiðillinn Karfan.is hefur þetta eftir Ingva í dag en hann gaf ekki upp hvaða möguleikar séu í stöðunni hjá honum. 

Ingvi skoraði 14 stig að meðali í leik fyrir Grindavík í Dominos-deildinni í körfuknattleik á síðasta tímabili.

Eldri bróðir Ingva, Jón Axel Guðmundsson, mun leika í Þýskalandi í vetur með Skyliners Frankfurt.  

mbl.is