Magnaður endasprettur Milwaukee

Giannis Antetokounmpo var í stóru hlutverki hjá Milwaukee Bucks að …
Giannis Antetokounmpo var í stóru hlutverki hjá Milwaukee Bucks að vanda. AFP

Magnaður endasprettur  tryggði Milwaukee Bucks útisigur á Orlando Magic, 121:99, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leikurinn var hnífjafn fram í fjórða leikhluta en þá stungu Giannis Antetokounmpo og félagar af, skoruðu 35 stig gegn 17 og unnu sannfærandi sigur. Giannis skoraði 22 stig fyrir Milwaukee og þeir Khris Middleton og Bobby Portis 20 stig hvor. Nikola Vucevic skoraði 28 stig fyrir Orlando. Milwaukee hefur nú unnið sjö af fyrstu ellefu leikjum sínum.

CJ McCollum skoraði sigurkörfu Portland Trail Blazers gegn Toronto Raptors, 112:111, og gerði 30 stig í leiknum. Pascal Siakam var með sína fyrstu þrefalda tvennu á ferlinum fyrir Toronto, 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar.

Bradley Beal skoraði 34 stig fyrir Washington Wizards, 17 þeirra í þriðja leikhluta, í sigri á Phoenix Suns, 128:107.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - New York 109:88
Cleveland - Memphis 91:101
Orlando - Milwaukee 99:121
Washington - Phoenix 128:107
Atlanta - Philadelphia 112:94
Portland - Toronto 112:111
Sacramento - Indiana 127:122
Dallas - New Orleans frestað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert