Fjórir með 30 stig og yfir

Luka Doncic fór á kostum og skoraði 46 stig.
Luka Doncic fór á kostum og skoraði 46 stig. AFP

11 leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og í nótt. Í leik Dallas Mavericks og New Orleans Pelicans skoruðu fjórir leikmenn 30 stig eða meira.

Luka Doncic setti persónulegt stigamet þegar hann skoraði 46 stig fyrir Dallas. Doncic var með tvöfalda tvennu því hann gaf 12 stoðsendingar að auki. Samherji hans Kristaps Porzingis fór sömuleiðis á kostum og skoraði 36 stig.

Zion Williamson í liði New Orleans skoraði sömuleiðis 36 stig, sem er persónulegt met hjá honum. Samherji hans Brandon Ingram skoraði einnig 30 stig.

Leikmennirnir fjórir eiga það sameiginlegt að vera allir undir 25 ára aldri og var þetta í fyrsta sinn í sögu NBA-deildarinnar sem fjórir leikmenn undir 25 ára skora 30 stig eða meira.

Lauk leiknum með 143:130 sigri Dallas í ótrúlegum leik.

Öll úrslit gærkvöldsins og næturinnar:

New Orleans – Dallas 130:143

New York – Washington 109:91

Minnesota – Charlotte 114:120

San Antonio – Atlanta 125:114

Oklahoma – Denver 95:97

Milwaukee – Utah 115:129

Memphis – LA Lakers 105:115

Boston – Detroit 102:108

Chicago – LA Clippers 106:125

Portland – Cleveland 129:110

Sacramento – Orlando 112:123

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert