Booker í aðalhlutverki í sigri eftir framlengingu

Devin Booker lék vel í nótt.
Devin Booker lék vel í nótt. AFP

Devin Booker átti góðan leik fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann 101:97 sigur gegn Charlotte Hornets í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Booker gerði 35 stig og tók auk þess sex fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal tveimur boltum.

Í liði Charlotte var Devonté Graham sömuleiðis öflugur og gerði 30 stig, þar af síðustu átta stig liðsins í fjórða leikhluta sem tryggði liðinu framlengingu.

Í stöðunni 82:90 tók Graham málin í sínar hendur og gerði fyrst tveggja stiga körfu og fylgdi henni eftir með tveimur þriggja stiga körfum.

Í framlengingunni reyndist Phoenix þó hlutskarpara.

Þrír aðrir leikir fóru svo fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá öll úrslit kvöldsins hér:

Charlotte – Phoenix 97:10 (frl.)

Toronto – Portland 117:122

Denver – Atlanta 126:102

LA Lakers – Orlando 96:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert